Viðburðir framundan

Sumar­lokun Ráðgjafar­þjónustunnar 10.7.2017 - 7.8.2017

Lokað verður hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins frá 10. júlí til og með 7. ágúst. Símaráðgjöf er opin alla virka daga frá kl. 10:00-12:00 í síma 800 4040. Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@krabb.is 

Lesa meira
 

Námskeið: Hugræn atferlismeðferð (HAM) 7.9.2017 - 28.9.2017 14:00 - 16:00 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Fimmtudaginn 7. september 2017 kl. 14:00-16:00 hefst námskeið í hugrænni atferlismeðferð (HAM) í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar. Námskeiðið verður kennt vikulega í fjögur skipti og er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra. Tilgangurinn er að vinna gegn tilfinningalegri vanlíðan.

Lesa meira
 

Karlarnir og kúlurnar 12.9.2017 10:00 - 14:30 Bakkakot, Mosfellsdal

Karlarnir og kúlurnar er verkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands Góðra Hálsa, Frískra mann og Krafts þar sem körlum sem fengið hafa krabbamein er gefið tækifæri til að styrkja sig og leika sér með  því að æfa golfsveifluna í fallegu umhverfi, njóta samvista við golffélaga, læra eitthvað nýtt og/eða viðhalda fyrri færni. Mótið verður haldið þriðjudaginn 12. september 2017 á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal.

Lesa meira
 

Hvíldarhelgi á Eiðum 15.9.2017 - 17.9.2017

Krabbameinsfélag Austfjarða og Krabbameinsfélag Austurlands bjóða krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra að Eiðum helgina 15.-17. september 2017.

Lesa meira
 

Námskeið: Einbeiting og minni 18.9.2017 - 25.9.2017 14:00 - 15:15 Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Minnisnámskeið verður haldið í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar þriðjudagana 18. og 25. september. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhyggjur af minni sínu í kjölfar veikinda en einnig þeim sem vilja fræðast um minnið og læra að nýta sér mismunandi minnistækni. Leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur.

Lesa meira
 

Var efnið hjálplegt?