Námskeið: Áfallamiðað jóga

  • 20.11.2017, 9:30 - 10:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Ráðgjafarþjónustan býður upp á námskeið í áfallamiðuðu jóga (trauma-sensitive yoga) sem er ætlað fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. 

Námskeiðsgjald er 2.000 kr.

Námskeiðið hentar vel einstaklingum sem hafa upplifað áföll og lifa með afleiðingum. Farið er rólega í æfingar og þær gerðar á forsendum hvers og eins. Áhersla er á að styrkja tengsl við líkamann og möguleikann á að hafa áhrif í eigin lífi. 

Leiðbeinandi er Margrét Gunnarsdóttir jógakennari, sjúkraþjálfari og sálmeðferðarfræðingur MSc.

Skráning fer fram í gegnum netfangið radgjof@krabb.is eða í s. 800 4040


Var efnið hjálplegt?